Píanókennsla: Frábærir punktar

Hér eru mörg sannleikskorn um píanónám, bæði fullorðinna byrjenda sem barna. Það vantar hins vegar eitt: Maður þarf að hafa kennara til að árangur náist. Vissulega er hægt að læra einhver lög á netinu, en það nær skammt, rétt eins og hvað annað. Hefur einhver lært á bíl bara með því að horfa á videó á YouTube?

piano-cat-1404179-1920x1440

Píanókennsla í 35 ár

Ég hef kennt á píanó í 35 ár. Ég starfa einnig sem tónlistargagnrýnandi við Fréttablaðið (síðan 2010), en kennsla hefur alltaf verið aðalstarf mitt. Ég hef kennt við Tónmenntaskóla Reykjavíkur (hann hét áður Barnamúsíkskólinn) síðan 2003. Ég er með töluvert af nemendum þar, sem eru allt börn á aldrinum 8-15 ára.

Ég er líka með allnokkra fullorðna einkanemendur. Þeir koma yfirleitt til mín einu sinni í viku, hálftíma í senn. Kennslan þar er sniðin að þörfum hvers og eins, hún er mjög einstaklingsmiðuð.

Þú ert velkomin/n til mín í tíma. Þú þarft ekki að skuldbinda þig lengur en í einn mánuð, svo afhverju ekki að prófa?

Láttu draum þinn rætast!

Láttu drauminn rætast!

Fyrir utan einkakennslu kenni ég við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og hef gert það síðan 2003. Skólinn er ætlaður börnum upp að framhaldsstigi. Börn sem vilja læra hjá mér á píanó ættu að vera innrituð í skólann og er það gert í Rafrænni Reykjavík.

4301248627_20803bf378_z

Fullorðnir nemendur, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir, ættu hins vegar að hafa samband við mig beint á senjonas@gmail.com.

Láttu draum þinn rætast!

Piano Hands

Langar þig til að læra á píanó?

Þá ertu velkomin(n)!

Kennslan, sem er einkakennsla, byggir á mikilli reynslu og þekkingu og er miðuð að þörfum hvers og eins, sem geta verið ólíkar. Námið hentar bæði börnum og fullorðnum á öllum aldri og á öllum getustigum, þ. á m. byrjendum.

Yfirleitt skiptist námið niður í mánuði frekar en annir, þ.e. nemandinn greiðir bara fyrir einn mánuð i einu og getur því hætt hvenær sem hann eða hún vill, ef námið af einhverjum ástæðum hentar ekki.

Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband í tölvupósti, senjonas@gmail.com

Playing Piano (Soft Focus)