Umsagnir

“Á miðjum aldri ákvað ég að láta æskudrauminn minn rætast að læra á píanó. Ég gat ekki fengið betri kennara. Þolinmóður og hefur einstakt lag að kenna konu á mínum aldri og er námsefnið einstaklega skemmtilegt. Ég mæli hiklaust með Jónasi Sen.”

Íris Jónsdóttir, heilbrigðisritari

“Það hefur verið virkilega frábær reynsla að hafa Jónas sem kennara. Hvort sem við erum að stúdera nýtt verk eða þegar við tökum létt spjall þá opnast alltaf ný gátt á málunum sem maður hafði ekki pælt út í áður. Ég er virkilega ánægð að hafa fengið þann heiður að sækja tíma hjá Jónasi.”

Nanna Kristjánsdóttir, nemi

“Ég er aðallega í raftónlist en það er kostur að kunna grunninn í píanóleik. Hjá Jónasi hef ég verið að æfa fjölbreytt verk sem spanna frá barokk yfir í nútíma mínimalisma. Jónas er góður í að finna út hvað ákveðið verk gengur út á og hvaða þætti sem ég þarf að æfa mig betur í. Ég spila aðallega verk sem mér finnst sjálfum skemmtileg og Jónas sýnir því mikinn skilning og námið hefur reynst mér vel.”

Mikael Lind, raftónlistarmaður og kennari

“Ég er búinn að sækja tíma hjá Jónasi í rúm 10 ár. Það besta við námið hjá honum er að þegar maður er kominn á það stig að geta spilað í gegnum verk þokkalega þá byrjar tæknivinnan og smáatriðin. Þessi vinna getur tekið jafn langan tíma og að læra nóturnar en maður fær þá allt sem maður getur út úr hverju verki og Jónas fer með mann að mörkum tæknilegrar getu áður en við snúum okkur að næsta verki.”

Eyjólfur Gunnbjörnsson, flugstjóri

“Jónas Sen er frábær píanóleikari með mikla reynslu og mjög fjölhæfur. Sem kennari leggur hann frá byrjun mikla áherslu á blæbrigði tónlistarinnar og leggur grunninn að góðri tækni strax í upphafi náms.”

Olga Ólafsdóttir, fiðluleikari og móðir fyrrverandi nemanda Jónasar

“Takk fyrir frábæra kennslu!”

Finnur Magnússon, hæstaréttarlögmaður