Blog

Einkakennsla í píanóleik

Kennslan fer fram í einkatíma, einu sinni í viku. Kennt er á píanó á hefðbundinn hátt, þ.e. eins og tíðkast í betri tónlistarskólum landsins, í samræmi við Aðalnámskrá tónlistarskóla.

Ég hef sjálfur kennt í ýmsum tónlistarskólum í gegnum tíðina, lengst af í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, þar sem ég kenni enn.

Auk þessa er ég prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskólanna, svo ég þekki vel þær kröfur sem gerðar eru til tónlistarnáms, og uppfylli þær í hvívetna.

Píanókennsla í 35 ár

Ég hef kennt á píanó í 35 ár. Ég starfa einnig sem tónlistargagnrýnandi við Fréttablaðið (síðan 2010), en kennsla hefur alltaf verið aðalstarf mitt. Ég hef kennt við Tónmenntaskóla Reykjavíkur (hann hét áður Barnamúsíkskólinn) síðan 2003. Ég er með töluvert af nemendum þar, sem eru allt börn á aldrinum 8-15 ára.

Ég er líka með allnokkra fullorðna einkanemendur. Þeir koma yfirleitt til mín einu sinni í viku, hálftíma í senn. Kennslan þar er sniðin að þörfum hvers og eins, hún er mjög einstaklingsmiðuð.

Þú ert velkomin/n til mín í tíma. Þú þarft ekki að skuldbinda þig lengur en í einn mánuð, svo afhverju ekki að prófa?

Láttu draum þinn rætast!