Einkakennsla í píanóleik

Kennslan fer fram í einkatíma, einu sinni í viku. Kennt er á píanó á hefðbundinn hátt, þ.e. eins og tíðkast í betri tónlistarskólum landsins, í samræmi við Aðalnámskrá tónlistarskóla.

Ég hef sjálfur kennt í ýmsum tónlistarskólum í gegnum tíðina, lengst af í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, þar sem ég kenni enn.

Auk þessa er ég prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskólanna, svo ég þekki vel þær kröfur sem gerðar eru til tónlistarnáms, og uppfylli þær í hvívetna.